Námskeið og námsstyrkir

Namskeid Og Namsstyrkir

Á síðunni

Námskeið og námsstyrkir

Það eru örar breytingar í störfum í dag. Starfið sem þú réðst þig í fyrir nokkrum árum er jafnvel ekki til lengur eða hefur breyst það mikið að þú ert í rauninni í öðru starfi. Í dag er því mikil þörf og krafa frá atvinnulífinu að sinna símenntun og endurmenntun, bæði innan og utan vinnustaðarins. Það gæti því verið kjörið tækifæri fyrir þig að efla þig persónulega og í tengslum við störf á meðan þú ert á skrá hjá Vinnumálastofnun. Námskeið og námsleiðir geta því verið mikilvægur hluti af því að þú fáir nýtt tækifæri á vinnumarkaði. Námskeið Vinnumálastofnunar leggja áherslu á að auka hæfni og færni fólks og auka þar með líkurnar á starfstækifærum.

Námskeið

Allar þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar bjóða upp á  námskeið af  ýmsum toga. Vinnumálastofnun kaupir námskeið af símenntunarmiðstöðvum og sjálfstæðum fræðsluaðilum. Lögð er áhersla á að bjóða upp á námskeið sem fanga tíðarandann og áherslur á vinnumarkaði í hvert sinn.  Mikilvægt er að hver og einn sé búinn að þarfagreina hvert hann stefnir á vinnumarkaði áður en hann velur sér námskeið. Þannig vinnur þetta best saman.

Listi yfir námskeið

Námsstyrkur

Ef þú ert á atvinnuleysisbótum getur þú fengið námsstyrk allt að 80.000 kr. á ári til að sækja starfstengd námskeið sem þú finnur sjálf/ur. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námskeiðsgjaldi. Styrkurinn er aðeins veittur einu sinni fyrir hvert námskeið.

Þú getur líka athugað rétt þinn til námsstyrks hjá þínu stéttarfélagi, en það er ekki skilyrði að nýta þann rétt áður en þú sækir um styrk hjá Vinnumálastofnun. Stéttarfélög veita oft styrki til annarra námskeiða.

Skila inn umsókn um námsstyrk

Þú þarft að skila inn umsókn um námsstyrk þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Heiti á námskeiði og námskeiðshaldara,
  • tímasetning námskeiðs,
  • hvernig námskeiðið mun nýtast þér í atvinnuleitinni,
  • vefslóð á námskeiðið,
  • Greiðslukvittun fyrir námskeið (staðfesting á greiðslu).

Þegar þú hefur greitt fyrir námskeiðið getur þú bætt við greiðslukvittun með umsókninni ásamt staðfestingu á greiðslu, til dæmis stimplaðri greiðslukvittun eða skjáskoti úr heimabanka. Annars getur þú sent hana eftir að umsókn hefur verið send inn í gegnum Mínar síður.

Umsókn um námsstyrk

Skilyrði

  •     Að námskeiðið styrki þig í atvinnuleit  að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
  • Að námið sé ekki eininga bært (Vinnumálastofnun styrkir ekki skólagjöld í framhalds- eða háskóla).
  • Að sótt sé um áður en námskeið hefst.
  • Að þú hafir ekki fullnýtt þér rétt þinn til námsstyrks áður á árinu.
  • Eingöngu er hægt að fá styrk fyrir hverju námskeiði einu sinni.
  • Gerð er krafa um að námskeið sé á vegum samþykkts fræðsluaðila eða sérfræðingi á sínu sviði að mati Vinnumálastofnunar.

Skyldur meðan á námskeiði stendur

  •      Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin að taka starfi ef það býðst.
  • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega.
  • Mæta á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á.

  • Bókhaldsnámskeið
  • Meirapróf
  • Vinnuvélaréttindi
  • Slysavarnarskóli sjómanna
  • Sjálfstyrkingarnámskeið sem ekki er greitt að fullu af Vinnumálastofnun
  • Stjórnendanámskeið