Þjónusta við flóttafólk
Á síðunni
Þjónusta við flóttafólk
Ráðgjafar Vinnumálastofnunar aðstoða einstaklinga sem hafa fengið alþjóðlega vernd á Íslandi við að leita að starfi og sækja íslenskunámskeið.
Það er félagsþjónusta sveitarfélagsins þar sem einstaklingurinn býr sem sendir beiðni um þjónustu Vinnumálastofnunar. Einstaklingar sækja því ekki sjálfir um þjónustuna.
Málstjóri hjá félagsþjónustu sveitarfélags fyllir út tilvísunareyðublað í samráði við einstaklinginn.
Eftir að tilvísunin berst Vinnumálastofnun kallar ráðgjafi viðkomandi í viðtal.
Atvinnuleit, námskeið og fræðsla
Ráðgjafar veita:
- einstaklingsmiðaða ráðgjöf,
- aðstoð við að sækja námskeið,
- samfélagsfræðslu,
- aðstoð við gerð ferilskrár,
- kynna helstu verkfæri til atvinnuleitar á Íslandi,
- hafa samband við atvinnurekendur.
Samræmd móttaka flóttafólks
Vinnumálastofnun er þáttakandi í samræmdri móttöku flóttamanna. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stuðning í atvinnuleit ásamt því að stýra íslenskufræðslu og samfélagsfræðslu til fullorðinna flóttamanna.
Atvinnurekendur
Tekið er á móti fyrirspurnum atvinnurekenda sem vilja ráða flóttafólk í vinnu í netfanginu: flottamenn@vmst.is.
Grunnþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Tala við ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun
Ráðgjafar Vinnumálastofnunar svara spurningum og gefa ráð og upplýsingar á ákveðnum tímum.
Viðtal
Ef þig vantar upplýsingar eða þarft aðstoð þá getur þú mætt í þjónustuviðtal. Í viðtali færðu meðal annars:
-
Framfærslukort
-
Aðstoð við að panta tíma hjá hjúkrunarfræðingi
-
Aðstoð við að panta tíma hjá félagsráðgjafa
-
Farmiða í strætó
-
Svör við spurningum af ýmsu tagi
Upplýsingar um viðtölin eru í húsnæðinu þínu, ef þú býrð í búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar.
Viðtöl eru alltaf:
Í Reykjavík: Egilsgata 3. Klukkan 9-11 mánudaga til fimmtudaga.
Í Reykjanesbæ: Tjarnarbraut 24 (Tjarnarhótel). Klukkan 9-11 mánudaga til fimmtudaga.
Á Akureyri: Skipagata 14. Klukkan 9-11 alla miðvikudaga.
Símatími
Mánudaga til fimmtudaga frá 12 til 15.
Sími: 515 4800.
Athugið að velja númer 5 í símanum til að fá samband.
Almennt um grunnþónustu
Umsækjendur um alþjóðlega vernd
Vinnumálastofnun veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd grunnþjónustu á meðan Útlendingastofnun er með umsókn þeirra til meðferðar.
Grunnþjónustan er sérsniðin að þessum hópi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ekki með kennitölu og eru ekki sjúkratryggðir á Íslandi og geta því ekki sótt sér þjónustu hins opinbera á eigin vegum.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru þau sem koma hingað til lands og óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk.
Flóttafólk eru þau sem hafa fengið jákvæða niðurstöðu umsóknar um alþjóðlega vernd.
Innflytjendur eru þau sem flytja til Íslands.
Þarf ekki að sækja um
Það þarf ekki að sækja sérstaklega um grunnþjónustu fyrir umsækjendur um vernd hjá Vinnumálastofnun. Hún er veitt samkvæmt ákveðnu ferli sem hefst þegar einstaklingur eða fjölskyldur leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd á lögreglustöð.
-
Umsækjendur búa fyrst í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar nema þeir kjósi að búa á eigin vegum.
-
Öryggisverðir taka á móti umsækjendum í búsetuúrræðinu og úthluta herbergjum, lyklum og fara yfir húsreglur.
-
Öryggisverðir í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar starfa allan sólarhringinn og því er ávallt hægt að leita til þeirra í bráðatilfellum.
Umsækjendur þurfa ekki að búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar til að umsókn þeirra sé afgreidd en þeir verða að upplýsa Vinnumálastofnun um dvalarstað sin
Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á vikulegum fæðispeningum. Fæðispeningar eru greiddir vikulega á greiðslukort sem umsækjandi fær til umráða. Upphæð er breytileg eftir fjölskyldustærð en er aldrei hærri en 28 þúsund krónur.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
-
viðkomandi búi ekki í húsnæði sem fylgir fæði,
-
mæti í viðtöl og birtingar sem hann hefur verið boðaður til
-
gangist undir að fylgja þeim umgengnisreglum sem gilda í búsetuúrræði.
Framfærslufé
Framfærslufé bætist svo við eftir 28 daga. Upphæðin er 2.700 krónur á viku fyrir fullorðna og 1.000 krónur á viku fyrir hvert barn, óháð fjölskyldustærð.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á því að geta komist til og frá staða innan síns sveitarfélags. Vinnumálastofnun útvegar miða í strætisvagna.
Vinnumálastofnun sækir um skólavist fyrir börn sem eru 6 til 18 ára.
Gott að muna
Fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er mjög mikilvægt að hafa kveikt á símanum og svara símtölum.
Það er líka nauðsynlegt að láta Vinnumálastofnun vita um rétt heimilisfang.
Ef Vinnumálastofnun veit ekki hvar einstaklingur er getur það leitt til þess að þjónusta falli niður.
-
Atvinnuleitin
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um allt það sem tengist atvinnuleitinni.
-
Hvernig sæki ég um starf?
Hér er farið ítarlega yfir um allt það sem skiptir máli þegar sótt er um starf.
-
Námskeið og námsstyrkir
Hér getur þú nálgast upplýsingar um námskeið og námsstyrki.
-
Ráðgjöf og þjónusta
Allt um ráðgjöf og þjónustu hjá Vinnumálastofnun.
-
Sértæk ráðgjöf
Vinnumálastofnun bíður upp á sértæka ráðgjöf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu.